Mývatnsmaraþon – úrslit

0
34

Það voru rúmlega 100 manns sem þreyttu Mývatnsmaraþon laugardaginn 7. júní. Keppt var í blíðskapar veðri, í maraþoni, hálf maraþoni, 10 km og 3 km. Hlaupið hófst og endaði í Jarðböðunum við Mývatn og hlaupið var eftir þjóðveginum í kringum Mývatn.

Við rásmarkið
Við rásmarkið

Stefán Gíslason kom fyrstur í mark í maraþoninu á tímanum 3:29:47 og fyrst kvenna var Sigríður Björg en hún hljóp maraþonið á 3:49:46. Úrslit Mývatnsmaraþons má finna á hlaup.is

Mývatnsmaraþon er frábær upplifun þar sem náttúran spilar stórt hlutverk. Það reynir vel á þol og styrk hlaupara í Mývatnsmaraþoni þar sem endaspretturinn getur tekið á. En þátttakendur maraþonsins gátu notið þess að slakað á, eftir átökin, í Jarðböðunum þar sem miði í böðin var innifalinn í þátttökugjaldinu. Auk þess fengu allir þátttakendur sem luku keppni þátttökupening, stuttermabol merktan hlaupinu og grillveislu. Í lok verðlaunaafhendingar voru veitt sérstök útdráttarverðlaun frá ferðaþjónustuaðilum í Mývatnssveit.

Myvatnsmarathon

Aðstandendur Mývatnsmaraþons vilja nota tækifærið og þakka öllum þeim sem komu að skipulagningu hlaupsins og styrktaraðilum.

Stefnt er á að halda næsta Mývatnsmaraþon laugardaginn 6. júní 2015. En þá verður fagnað tuttugu ára afmæli Mývatnsmaraþons.

Ljósmyndari: Halldóra Birgisdóttir