Setningarathöfn Landsmóts UMFÍ 50+

0
44

Í kvöld var formleg setning á Landsmóti 50+ á Húsavík við höfnina þar sem haldin voru skemmtileg ræðuhöld, lifandi tónlist í boði og frábær Marimba hópur kom fram undir stjórn Guðna Braga og einnig voru Hafliði Jósteins og Frímann með skemmtilega tóna. Fáni UMFÍ var dreginn að húni. Góð mæting var á setninguna og virtust keppendur og heimamenn ná vel saman í dansi og söng fyrir framan hvalasafnið í kvöld.

Hátíðarfáni UMFÍ
Hátíðarfáni UMFÍ

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hjálmar Bogi Hafliðason var kynnir, Bergur Elías Ágústsson, Sveitastjóri Norðurþings, Jóhanna Kristjánsdóttir, formaður HSÞ og Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, héldu ræður með hvatningu fyrir keppendur. Meðfylgjandi myndir voru teknar við setningarathöfnina.

Marimbahópurinn úr Hafralækjarskóla spilaði nokkur lög
Marimbahópurinn úr Hafralækjarskóla spilaði nokkur lög
UMFÍ fáninn dreginn að húni
UMFÍ fáninn dreginn að húni
Gestir við setningaathöfnina
Gestir við setningaathöfnina