Sumarleikar HSÞ

0
98

Sumarleikar HSÞ fóru fram á Laugavelli sl. helgi. Alls mættu 147 keppendur til leiks frá 9 félögum.  Það eru heldur færri keppendur en á undanförnum Sumarleikum sem skýrist af því að Gautaborgarleikar voru á sama tíma.  Gott veður var báða dagana þó heldur kaldara á sunnudeginum. Mótið gekk mjög vel fyrir sig og allir höfðu gaman af. Eitt Íslandsmet var sett en það var hinn stórefnilegi Ragúel Pino Alexandersson 13 ára frá UFA  sem stökk 5,68 í langstökki.

Boðhlaupssveit 10-11 ára hnáta; Hafdís Inga Kristjánsdóttir, Sara Ragnheiður Kristjánsdóttir, Eyrún Anna Jónsdóttir, Natalía Sól Jóhannsdóttir
Boðhlaupssveit 10-11 ára hnáta; Hafdís Inga Kristjánsdóttir, Sara Ragnheiður Kristjánsdóttir, Eyrún Anna Jónsdóttir, Natalía Sól Jóhannsdóttir

Brói þjálfari (Jón Friðrik Benónýsson) á um þessar mundir 50 ára keppnisafmæli í frjálsum íþróttum.  Af því tilefni skoraði hann á  Þorstein Ingvarsson í 60 m. hlaup.  En Brói telur hann besta frjálsíþróttakarlmann fyrr og síðar í sögu HSÞ.  Þorsteinn vann en Brói hljóp á 10,10 sek.

Þorsteinn Ingvarsson og Jón Friðrik Benónýsson kátir eftir hlaupið
Þorsteinn Ingvarsson og Jón Friðrik Benónýsson kátir eftir hlaupið

HSÞ átti 33 keppendur og  stóðu þeir sig að venju  vel. Helsti árangur keppenda frá HSÞ var:

Í flokki 9 og yngri:

Jakob Héðinn Róbertsson var í 1. sæti í 60 m hlaupi, langstökki og 400 m langhlaupi.
Hafþór Höskuldsson var í 1. sæti í boltakasti, 3. sæti í 60 m hlaupi og langstökki.
Edda Hrönn Hallgrímsdóttir var í 2. sæti í langstökki.

Í flokki 10 – 11 ára:

Bergþór Snær Birkisson var í 1. sæti í hástökki.
Ari Ingólfsson var í 1. sæti í spjótkasti  og 3. sæti í hástökki.
Guðni Páll Jóhannesson var í 2. sæti í 60 m hlaupi og 3. sæti í langstökki.
Sara Ragnheiður Kristjánsdóttir var í 1. sæti í 60 m hlaupi, langstökki, hástökki og 600 m hlaupi.
Natalía Sól Jóhannsdóttir var í 3. sæti í 60 m hlaupi, spjótkasti og kúluvarpi.
Hafdís Inga Kristjánsdóttir var í 2. sæti í spjótkasti og kúlu.

Í flokki 12-13 ára:

Benóný Arnórsson var í 3.sæti í 200 m hlaupi.
Páll Vilberg Róbertsson var í 2. sæti í spjótkasti.
Katla María Kristjánsdóttir var í 2. sæti í langstökki og 3. sæti í 60 m hlaupi.

Í flokki 14-15 ára:

Eyþór Kári Ingólfsson var í 1. sæti í kringlukasti, 2. sæti í spjótkasti og hástökki og í 3. sæti í kúluvarpi og langstökki.
Unnar Þór Hlynsson var í 2.sæti í langsstökki, 3. sæti í 100 m. hlaupi og spjótkasti.
Hlynur Aðalsteinsson var í 1. sæti í 1500 m hlaupi og 2. sæti í 800 m hlaupi.

Í flokki 16-17 ára:

Arna Dröfn Sigurðardóttir var í 1. sæti í 60 m hlaupi og langstökki og 2. sæti í hástökki.
Auður Gauksdóttir var í 3.sæti í hástökki.
Marta Sif Baldvinsdóttir var í 2. sæti í kúluvarpi.

Í flokki karla og kvenna:

Snæþór Aðalsteinsson var í 2.sæti í 1500 m hlaupi.
Dagbjört Ingvarsdóttir var í 1. sæti í langstökki.

Einnig átti HSÞ 4 boðhlaupssveitir á verðlaunapalli.

Við þökkum  öllum fyrir komuna á Sumarleika, starfsfólki fyrir vel unnin störf og velunnurum fyrir stuðninginn en HSÞ, Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Heimabakaríi og Ferðaþjónustan á Narfastöðum styrktu leikana að þessu sinni .

Frjálsíþróttaráð HSÞ – Hulda Skarphéðinsdóttir.