Hafdís sexfaldur Íslandsmeistari

0
29

Haf­dís Sig­urðardótt­ir úr UFA vann til sex gullverðlauna, auk silfurverðlauna 4x400m boðhlaupi, á Meist­ara­móti Íslands í frjáls­um íþrótt­um sem fram fór í Kaplakrika um helg­ina. Hún vann því til verðlauna í öll­um sjö grein­un­um sem hún var skráð í. Hafdís fékk auk þess verðlaunabikar fyrir að vera stigahæsta konan á mótinu.

Uppskera helgarinnar hjá Hasfdísi Sigurðardóttur
Uppskera helgarinnar hjá Hafdísi Sigurðardóttur

„Ég er ótrúlega ànægð með helgina og sàtt með àrangurinn  m.a. bæting í 100m og meistaramótsmet í 400m“, segir Hafdís á Facebook-síðu sinni.

Hún byrjaði seinni keppn­is­dag­inn á að sigra í þrístökki, en þar stökk hún 12,32 metra. Því næst sigraði hún í 200 metra hlaupi á tím­an­um 24,29 sek­únd­um og dag­inn endaði hún í 4×400 metra boðhlaupi með sveit UFA.

Þar hljóp hún síðasta sprett­inn og átti í hörku­keppni við Anítu Hinriks­dótt­ur sem hljóp síðasta sprett hjá sveit ÍR. Aníta hafði bet­ur og tryggði ÍR gullið en Haf­dís og sveit UFA fengu silf­ur­verðlaun­in. (mbl.is)

Sjá frétt.