Þönglabakkamessa

0
35

Þann 27. júlí næskomandi kl. 14 verður messað á Þönglabakka í Þorgeirsfirði. Séra Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti þjónar og Petra Björk Pálsdóttir organisti í Laufásprestakalli stýrir söng. Skipið Húni sem og grenvíski báturinn Fengur ætla að sigla í Þorgeirfjörð og björgunarsveitir sigla með. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Frá Þönglabakka
Frá Þönglabakka

Húni siglir á stað frá Akureyri kl. 07.30 og kemur við á Grenivík og þaðan verður siglt áfram í Þorgeirsfjörð kl. 10.00. Séra Bolli Pétur Bollason tekur við bókunum á netfangið bolli@laufas.is og segir hann gott að panta með góðum fyrirvara, því fleyin taka víst ekki endalaust við…

Farið kostar 6000 krónur fyrir fullorðna og 3000 krónur fyrir börn yngri en 12 ára.