Þorbergur Ingi vann Fjögurra skógahlaupið með yfirburðum

0
34

Björgunarsveitin Þingey stóð fyrir hinu árlega Fjögurra skógahlaupi í gær, þar sem hlaupið er í gegnum skóga Fnjóskadals, í veðurblíðu eins og reyndar hefur verið hér síðustu daga og vikur. 91 keppandi mætti til leiks en vegalengdirnar sem hlaupnar voru 10.3 km, 17.6 km og 30.6 km.

Þorbergur Ingi Hauksson. Mynd: Jónas Reynir Helgason
Þorbergur Ingi Hauksson. Mynd: Jónas Reynir Helgason

 

 

Þorbergur Ingi Jónsson kom sá og sigraði í 30.6 km hlaupinu, bætti sitt eigið brautarmet frá árinu 2012 og var heilum 34 mínútum á undan næsta manni. Hann hljóp á tímanum 1.54. 29 en gamla metið var 1.55.05.

Skammt er síðan Þorbergur vann Laugarvegshlaupið á nýju meti og „skokkar“ svo þetta eins og ekkert sé og blæs ekki úr nös. 

Meðfylgjandi myndir tók Jónas Reynir Helgason og ef smellt er á þær má skoða stærri upplausn.

Öll úrslit úr hlaupinu má skoða hér

 

Frá keppninni í gær. Mynd: Jónas Reynir Helgason
Frá keppninni í gær. Mynd: Jónas Reynir Helgason
Lokaspretturinn. Mynd: Jónas Reynir Helgason
Lokaspretturinn. Mynd: Jónas Reynir Helgason.
Hlaupararnir voru á ýmsum aldri. Mynd: Jónas Reynir Helgason.
Hlaupararnir voru á ýmsum aldri. Mynd: Jónas Reynir Helgason.
Hluti verðlaunahafa. Mynd: Jónas Reynir Helgason
Hluti verðlaunahafa. Mynd: Jónas Reynir Helgason