Styrktarfélag H.Þ gulls ígildi fyrir stofnunina

0
92

Þetta félag er gulls ígildi fyrir stofnunina, það er eiginlega ekki flóknara en svo að hingað er varla keypt tæki nema fyrir tilstuðlan styrktarfélagsins. Þannig hefur það verið sl. 20 ár og gjafirnar skipta milljóna-tugum og mér sýnist ekki ætla að verða nein breyting á því að við verðum að stóla á ykkur”. Sagði Ásgeir Böðvarsson yfirlæknir við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga þegar hann tók við höfðinglegri gjöf Styrktarfélags Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga til stofnunarinnar sl. mánudag. Frá þessu segir á 640.is

Ásgeir Böðvarsson tekur við gjafabrefi úr hendi Auðar Gunnardóttur.
Ásgeir Böðvarsson tekur við gjafabrefi úr hendi Auðar Gunnardóttur.

Þá afhenti Auður Gunnarsdóttir formaður styrktarfélagsins formlega nýtt blóðfræðimælingatæki á H.Þ sem leysir af hólmi 14 ára tæki sem fyrir var og kominn var tími á endurnýjun.

Kristín H. Guðmundsdóttir yfirlífeindafræðingur kynnti viðstöddum tækið nýja, sem kostaði 4.8 milljónir króna. Hún sagði það vera mikinn lúxus og raunar byltingu á störfum þeirra á rannsókn.

Auðar Gunnarsdóttur sagði að styrktarfélaginu hefði auðnast að gefa ýmis tæki og tól til H.Þ vegna þess að félagið ætti góða bakhjarla í Norðurþingi og nágrannasveitum og án þeirra væri þetta ekki hægt.

Þá gat hún þess að breytingar væri að vanda hjá heilbrigðisstofnunum á Norðurlandi . “Mér finnst mikilvægt að leggja áherslu á það að Styrktarfélag H.Þ mun tryggja að allt það sem gefið er til félagsins og fer til tækjakaupa verði eyrnamerkt þeim stöðum, sem gefið er til og verði ekki fært annað”. Sagði Auður og vildi koma á framfæri þakklæti félagsins til allra þeirra, sem styrkt hafa félagið gegnum árin með peningagjöfum og kaupum á minningarkortunum. Án þessa væri félagið einskis megnugt og við í Norðurþingi, og nærsveitum, verr tækjum búin en nú er raun á.

Stjórnarmenn í Styrktarfélgi H.Þ ásamt starsmönnum H.Þ. Fv. Kristín Arinbjarnardóttir, Auður Gunnarsdóttir, Kristín H. Guðmundsdóttir, Ásgeir Böðvarsson, Gunnar Þór Brynjarsson, Guðrún K. Aðalsteinsdóttir, Hlöðver Pétur Hlöðversson og Jón Helgi Björnsson.
Stjórnarmenn í Styrktarfélgi H.Þ ásamt starsmönnum H.Þ. Fv. Kristín Arinbjarnardóttir, Auður Gunnarsdóttir, Kristín H. Guðmundsdóttir, Ásgeir Böðvarsson, Gunnar Þór Brynjarsson, Guðrún K. Aðalsteinsdóttir, Hlöðver Pétur Hlöðversson og Jón Helgi Björnsson.

 

Félagar í Styrktarfélagi Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga eru 337 og vilji fleiri bætast við þá hafa samband við Auði (861-7606) eða Kristínu (896-2436).

Minningarkortin er hægt að fá hjá flestum stjórnarmeðlimum og þá fást þá einnig á eftirtöldum stöðum:

Bókabúðin, Húsavík.
Blómabrekkan, Húsavík
Lyfja, Húsavík
Töff-föt, Húsavík
Sarisjóðurinn, Húsavík
Sparisjóðurinn Mývatnssveit
Sparisjóðurinn Laugum

Stjórn Styrktarfélags Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga skipa eftirtaldir:
Formaður, Auður Gunnarsdóttir, gjaldkeri, Kristín Arinbjarnardóttir og ritari Guðrún K. Aðalsteinsdóttir.
Meðstjórnendur Gunnar Brynjarsson Baldursheimi og Guðný María Sigurðardóttir Ærlæk.
Varamenn Elín Baldvinsdóttir Svartárkoti og Hlöðver Pétur Hlöðversson Björgum.

Myndir: Daníel Borgþórsson.