Héraðsmótið í skák á morgun

0
34

Þriðjudaginn 2. desember verður héraðsmót HSÞ í skák fyrir 16 ára og yngri haldið í matsal Litlulaugaskóla í Reykjadal. Mótið hefst kl 16:00 og tefldar verða 5-6 umferðir eftir monrad-kerfi og verður umhugsunartíminn 10 mín á keppanda í hverri skák. Mótsgjald er 500 krónur á keppenda.

huginn brúnt og blátt

Sérstök verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í þremur aldursflokkum og sigurvegarinn í hverjum flokki fær nafnbótina héraðsmeistari HSÞ í skák 2013.

8 ára og yngri (1-3 bekkur)
9-12 ára (4-7 bekkur)
13-15 ára (8-10 bekkur)

Skráning í mótið fer fram hjá Hermanni í síma 4643187, 8213187 eða með tölvupósti á netfangið: Lyngbrekku@simnet.is

Skákfélagið Huginn og HSÞ