Stórmót ÍR

0
59
Svartárkotsborðið. Hér næst frændurnir Magnús Svatárkoti og Sigurður Ingjaldsstöðum.

Metþátttaka var á 19. Stórmóti ÍR sem fram fór í Laugardalshöll um helgina.  Yfir 800 keppendur voru skráðir til leiks frá 32 félögum.  Mótið var haldið í 10. skipti í Laugardalshöll. Auk fjölmenns hóps barna og unglinga kepptu flestir okkar bestu frjálsíþróttamenn á mótinu. Frá þessu segir á vef HSÞ

Stórmót ÍR 2015
Keppendur frá HSÞ

Hafdís Inga Kristjánsdóttir 11 ára var að keppa á sínu fyrsta stórmóti og náði sér í silfurpening í kúlu ásamt því að fá viðurkenningarskjal fyrir mestu  bætingu en hún bætti sig um 50 cm.  Natalía Sól Jóhannsdóttir 12 ára  fékk einnig silfur pening fyrir kúlu. Eyþór Kári Ingólfsson náði 3. sæti í hástökki en einnig fékk hann tvær viðurkenningar fyrir mestu bætingu í grein.  Í 200 m. hlaupi, bæting um 5, 41 sek.  og 60 m hlaupi, bæting um 1,63 sek.

Í heildina náðist mjög góður árangur hjá krökkunum.   Brói var mjög ánægður með árangur sinna keppenda og sagði að þau hefðu náð betri árangri en hann hefði búist við. Flestir ef ekki allir bættu sinn persónulega árangur í einni eða fleiri greinum.  Aðrir eru búnir að setja sér markmið fyrir næsta mót sem er eftir hálfan mánuð hjá 11-14 ára þ.e. meistarmótið.  Á svona mótum skapast oft mjög góð stemning og hópurinn þéttist og kynnist vel. Við getum ekki annað en verið stolt af hópnum sem fór þessa helgina en þau eiga hrós skilið fyrir hegðun og framkomu. Einnig er gaman að vera samferða öðru íþróttafélagi því þar skapast líka vinskapur og liðin eru dugleg að hvetja hvert annað.

Vonandi sjá flestir sér fært um að greiða greiðsluseðilinn sem fylgdi dagatalinu sem kom í pósti um daginn og styrkja með því  þessa krakka því þau eiga fullt erindi á svona íþróttamót.  HES/MS

Lesa nánari frásögn á vef HSÞ