Starfshópur um mótvægisaðgerðir leystur upp

0
34
Frá hugarflugsfundi í Litlulaugskóla sl. þriðjudag.

163. fundur sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar var haldinn í Kjarna á Laugum í dag. Á fundinum lagði oddviti til að leystur yrði upp starfshópur um mótvægisaðgerðir sem skipaður var á 161. fundi sveitarstjórnar hinn 18. desember 2014. Verkefni í tengslum við mótvægisaðgerðir vegna sameiningar á starfsemi Þingeyjarskóla á eina starfsstöð verði þess í stað mótuð á vettvangi sveitarstjórnar. Var það samþykkt samhljóða.

Þingeyjarsveit stærra

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu til kynningar:

 

„Sveitarstjórn samþykkir að leggja núverandi skólahús Litlulaugaskóla undir starfssemi er tengist mótvægisaðgerðum vegna breytinga í skólamálum sveitarfélagsins. Innviðum húsnæðisins verður ekki breytt með varanlegum hætti á tímabilinu. Bókasafn Reykdæla heldur aðstöðu sinni til að þjónusta íbúa með óbreyttum hætti. Eldhúsið verður notað til að sinna verkefnum í tengslum við grunnþjónustu sveitarfélagsins og starfsemi sem verður í húsinu. Þessi samþykkt gildi til næstu tveggja ára og tekin til endurskoðunar innan þess tíma. Hugmyndin er að húsið verði umgjörð um starfsemi á sviði sköpunar, þekkingar, tækni, hugverka og handverks. Frekari hugmyndir um starfsemi í húsinu og umgjörð hennar verða unnar í samráði við íbúa sveitarfélagsins. Sveitarstjóra og oddvita falið að vinna að framgangi málsins.“

Sjá fundargerð sveitarstjórnar frá því í dag.