
Hlaup.is hefur tekið saman einkunnir sem hlauparar gáfu hlaupum ársins 2014. Í annað skiptið er hlaupunum skipt niður í tvo flokka, götuhlaup og utanvegahlaup og hæsta einkunn í hvorum flokki fyrir sig skilar titlinum „Götuhlaup ársins 2014″og „Utanvegahlaup ársins 2014“. Að baki valinu eru rétt rúmlega 1400 einkunnir þar sem hinum ýmsum þáttum hlaupanna eru gefnar einkunnir.
Að þessu sinni hlaut Fjögurra skóga hlaupið titilinn „Utanvegahlaup ársins 2014“ sem haldið er af Björgunarsveitinni Þingey í Þingeyjarsveit, og Vestmannaeyjahlaupið var kosið „Götuhlaup ársins 2014“.
Við einkunnagjöf á hlaupum ársins gefa hlauparar tvennslags einkunnir. Annars vegar einkunnir fyrir hina ýmsu þætti hlaupsins og með því að reikna saman þessa þætti fæst „Útreiknuð einkunn“. Hlauparar gefa svo eina heildareinkunn „Gefin einkunn“sem byggir á hans mati fyrir hlaupinu í heild sinni. Til að fá út lokaniðurstöðu um hlaup ársins eru þessar tvær einkunnir sameinaðar og fengin út ein heildareinkunn sem ræður endanlegri röð hlaupanna í valinu um hlaup ársins 2014.
|
Skammstafanir FS: Fjöldi svara. Fjöldi einkunna sem hlaupið fékk. Fleiri svör gefa betri mynd af gæðum hlaups. Fá svör eru minna marktæk. GE: Gefin einkunn. Ein einkunn sem hlauparar gefa hlaupinu. ÚE: Útreiknuð einkunn. Meðaltalseinkunn reiknuð út frá einkunnum einstakra þátta sem listaðir eru hér á eftir í töflunni. HL: Hlaupaleið BV: Brautarvarsla BM: Brautarmerkingar DS: Drykkjarstöðvar TT: Tímataka MS: Marksvæði TS: Tímasetning SL: Skipulagning U: Utanvegahlaup G: Götuhlaup.
Fimmt hlaupið verðu svo haldi í sumar og má búast við að það verði stærra og flottara en nokkru sinni.



Myndin af verðlaunaafhendingunni er af vef hlaup.is. Jónas Reynir Helgason í Brekkutúni tók myndirnar í hlaupinu sjálfu