Kynning á deiliskipulagi svæðis umhverfis Goðafoss

0
41
Keppendur

Skipulags- og umhverfisnefnd Þingeyjarsveitar boðar til almenns kynningarfundar í versluninni á Fosshóli n.k. þriðjudag 17. febrúar kl 16:00. Kynnt verður tillaga að deiliskipulagi svæðisins umhverfis Goðafoss eins og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Goðafoss - skipulag
Goðafoss – tillaga

Í deiliskipulaginu eru lagðar línur um fyrirkomulag bílastæða og aðkomusvæðis fyrir bíla og rútur.  Jafnframt er ákveðin staðsetning áningarstaða og útsýnispalla ásamt legu göngustíga sem leiða gesti um skipulagssvæðið.

 

Þá er gerð deiliskipulagsins þáttur í undirbúningi að byggingu nýrrar brúar yfir Skjálfandafljót en tilgangur þeirrar framkvæmdarinnar er að bæta vegasamband á þjóðvegi nr. 1.

Skipulagshöfundar munu kynna deiliskipulagstillöguna og fulltrúi Vegagerðarinnar mun svara fyrirspurnum fundarmanna varðandi fyrirhugaðar brúarframkvæmdir.