
Opna Húsavíkurmótið í Boccia fór fram í íþróttahöllinni á Húsavík sl. sunnudag og var að venju um glæsilegt mót að ræða. Opna Húsavíkurmótið er löngu orðinn er fastur liður í starfi Boccideildar Völsungs með góðum stuðningi Kiwanis-klúbbsins Skjálfanda, sem annast alla dómgæslu, merkingu valla, og kemur að öllum undirbúningi mótsins. Frá þessu segir á 640.is

Mótið tókst í alla staði afar vel, góð þátttaka var en alls mættu til leiks 35 sveitir sem sýnir enn einu sinni að bæjarbúar og fyrirtæki eru tilbúin að styðja við bakið á Bocciadeildinni með þátttöku, en þetta er fjáröflun fyrir deildina í formi firmakeppni.


Hér er hægt að lesa nánar um mótið og skoða fleiri myndir