50 keppendur frá HSÞ taka þátt í Landsmótinu á Selfossi

0
30

HSÞ sendir harðsnúið keppnisfólk til keppni á Landsmóti UMFÍ sem hefst nk. föstudag á Selfossi. Alls eru 50 keppendur frá HSÞ skráðir til leiks á landsmótinu að þessu sinni. HSÞ sendir eitt blaklið í karlaflokki og eitt í kvennaflokki, harðsnúið briddslið, mjög sterkt skáklið, öflugt skotfimilið og mjög sterkir keppendur í mótokrossi keppa fyrir HSÞ. Þorsteinn Ingvarsson er líklegur til afreka í frjálsum og Þingeyingar hafa venjulega átt öfluga keppendur í starfsíþróttum.

Keppnissvæðið á Selfossi
Keppnissvæðið á Selfossi

Formleg keppni í sumum greinum hefst á fimmtudeginum en mótið verður sett á frjálsíþróttavellinum á Selfossi kl. 21:00 á föstudeginum 5. júlí og hefst setningarathöfnin með inngöngu liðanna á völlinn. Mæting í skrúðgönguna er kl. 20 við HSÞ tjaldið. Þeir sem taka þátt í skrúðgöngunni fyrir HSÞ þurfa að verða sér út um HSÞ jakka og svartar buxur (einlitar) og enga aukahluti (t.d. húfur, trefla eða bakpoka) í öðrum lit. HSÞ jakkar verða til sölu í HSÞ tjaldinu á kr. 5.000,-

Landsmótsnefnd HSÞ hefur gefið út handbók sem er ætluð liðsmönnum og áhangendum HSÞ til þess að þeir geti á skjótan hátt fundið hvar þeirra fólk er í eldlínunni hverju sinni.

Að auki eru ýmsar nytsamlegar upplýsingar og einnig algerlega ónauðsynlegar upplýsingar.
Keppendur og klapplið er hvatt til að fylgjast með sem flestum íþróttagreinum og mæta til að styðja okkar fólk hvar sem það er að keppa.

Sjá nánar á heimasíðu UMFÍ