Orgelguðsþjónusta í Þorgeirskirkju

0
28

Orgelguðsþjónusta í Þorgeirskirkju

Guðsþjónusta verður í Þorgeirskirkju sunnudaginn 10. nóvember kl. 14.00. Kórorgel, sem kemur úr Akureyrarkirkju, og söfnuðurinn hefur nýlega fjárfest í, verður formlega tekið í notkun. Hljóðfærið var fjármagnað úr orgelsjóði, sem Aðalgeir Kristjánsson frá Finnstöðum hefur haft veg og vanda að. Dagný Pétursdóttir leikur á orgelið og kirkjukórinn syngur.

Allir hjartanlega velkomnir!

Úr Þorgeirskirkju. Mynd. Kristín María Hreinsdóttir.
Úr Þorgeirskirkju. Mynd. Kristín María Hreinsdóttir.

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá verða einnig Styrktartónleikar í Svalbarðskirkju þá um kvöldið,  sunnudagskvöldið 10. nóvember kl. 20.00. Þar er verið að taka þátt í landssöfnun Þjóðkirkjunnar fyrir nýjum línuhraðli handa Landsspítala og þannig verið að styðja við krabbameinssjúka og aðstandendur þeirra. Tónlistarhjónin Hjalti og Lára leika og syngja lög af nýútkomnum geisladisk sínum, sem verður jafnframt falur í anddyri. Allur aðgangseyrir rennur óskiptur í söfnunina. Verið öll velkomin!