Gamlárshlaupið á Húsvík var haldið í fimmta sinn og hófst kl. 13:00 við Sundlaug Húsavíkur. Allar aðstæður til útiveru og hlaups voru nærri hinar bestu, logn, bjart, smá frost frost og hlaupaleiðin (Sundlaugar – sláturhúshringurinn) var ísilögð. Hlaupinu var að venju startað með flugeld.

Í þetta sinn voru 31 þátttakandi . Hákon Hrafn Sigurðsson stakk að venju verðuga keppinauta af í 10 km. hlaupinu og lauk hann hlaupinu á tímanum 37:36. Í 5 km. hlaupinu gaf Hulda Jónsdóttir ekkert eftir og varð hlutskörpust á tímanum 21:32.
Við endamarkið voru að venju veitt útdráttarverðlaun og notið gestrisni Sundlaugar Húsavíkur. Vert er að þakka eftirfarandi aðilum fyrir veittan stuðning og aðstoð; Kiwanis á Húsavík, Landsbankanum, Íslandsbanka, Ísneti, Skóbúð Húsavíkur, Tákn – sportvöruverslun, Háriðjunni, Bílaleigu Húsavíkur og Lyfju Húsavík. Starfsmenn hlaupsins voru Fríður Helga Kristjánsdóttir, Fanney Hreinsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir og Ingólfur Freysson. Sjá fleiri myndir hér

Úrslit hlaupsins urðu eftirfarandi:
Úrslit – Gamlárshlaup á Húsavík
10 km. hlaup
Hákon Hrafn Sigurðsson 1974 37:36
Jón Friðrik Einarsson 1961 45:12
Hólmgeir Rúnar Hreinsson 1979 45:13
Heiðar Halldórsson 1986 46:03
Ágúst Óskarsson 1966 46:47
Eygló Traustadóttir 1971 49:51
5 km. hlaup
Hulda Jónsdóttir 1997 21:32
Jökull Úlfarsson 1979 21:38
Hlynur Snæþórsson 1999 22:02
Aðalsteinn Snæþórsson 1968 22:05
Snæþór Aðalsteinsson 1996 23:18
Guðmundur Ólafsson 1963 23:57
Daníel Borgþórsson 1975 24:03
Valtýr Guðmundsson 1990 24:13
Höskuldur Skúli Hallgrímsson 1969 24:40
Kári Páll Jónasson 1963 25:05
Þórir Aðalsteinsson 1964 25:45
Heiðar Smári Þorvaldsson 1974 26:32
Kiddý Hörn Ásgeirsdóttir 1985 27:47
Erla Ásgeirsdóttir 1977 28:07
3 km. skemmtiskokk
Arnfríður Aðalsteinsdóttir
Ágústa Pálsdóttir
Björgvin Vigfússon
Elín Kristjánsdóttir
Elísabet Anna Helgadóttir
Guðrún ÓlafíaTómasdóttir
Helga Þuríður Árnadóttir
Jakob Róbertsson
Pála Margrét Gunnarsdóttir
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Svava Kristjánsdóttir