Risa urriði veiddist í Laxárdal

0
72

Stærsti urriði sem veiðst hefur í Laxá í Laxárdal veiddist við Laugeyjar í Presthvammsdal nú nýlega. Urriðinn var 75 cm að lengd og 40 sm í ummál og talin vera amk. 11 pund að þyngd. Það var Denis Aston sem veiddi þennan risa, en engar myndir voru teknar af honum áður en honum var sleppt aftur í ánna. Í gær veiddi svo franskur veiðimaður annan vænan urriða sem var 9,2 pund og 72 sm. langur. Var honum einnig sleppt aftur í ánna.

urriði 2
Sá franski með 9,2 punda urriðann. Mynd: Guðmundur Helgi Bjarnason

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að sögn Bjarna Höskuldssonar veiðivarðar í Laxá í Laxárdal hafa margir vænir urriðar veiðst í sumar, en eitthvað minna af fiski virðist vera í ánni nú en áður. Veiða má tvo fiska sér til matar á hverri vakt, en öllu umfram það verður að sleppa aftur í ánna. Bjarni sagði að vænum urriðum hefði fjölgað síðustu ár í Laxá og taldi hann líklegt að þar sem sleppingar á veiddum urriðum hefði aukist sl. ár, skilaði það sér í meiri vænleika. Allur fiskur sem veiðst hefur í sumar er vel feitur og vel haldinn, að sögn Bjarna. (smella á myndir til að skoða stærri útgáfu)

 

Urriðanum sleppt aftur í Laxá. Mynd: Guðmundur Helgi Bjarnason
Urriðanum sleppt aftur í Laxá. Mynd: Guðmundur Helgi Bjarnason