Hafdís með nýtt Íslandsmet í langstökki

0
33
Hafdís Sigurðardóttir varð líka íþróttamaður HSÞ á sínum tíma.

Þingeyska frjálsíþróttakonan Hafdís Sigurðardóttir setti nýtt Íslandsmet í langstökki innanhúss í dag, þegar hún stökk 6,47 m á Reykjavíkurleikunum (RIG) sem standa núna yfir í Laugardalshöllinni. Hún bætti gamla metið um 2. cm.

Hafdís Sigurðardóttir varð líka íþróttamaður HSÞ á sínum tíma.
Hafdís Sigurðardóttir

 

Með þessu stökki tryggði hún sér í leiðinni keppnisrétt á Evrópumeistaramótinu innanhúss sem fram fer í Prag.