Hafdís er íþróttamaður Akureyrar annað árið í röð

0
55
Við þetta glæsilega skákborð, sem er í eigu Viðar Njáls Hákonarsonar, verður teflt á laugardaginn

Frjálsíþróttakonan Hafdís Sigurðardóttir úr UFA var valin íþróttamaður Akureyrar árið 2014 en kjörinu var lýst í verðlaunahófi á vegum Íþróttabandalags Akureyrar og Íþróttaráðs Akureyrarbæjar sem fram fór í Menningarhúsinu Hofi í gær. Þetta er annað árið í röð sem Hafdís er valin íþróttamaður Akureyrar auk þess sem hún var ein af tíu sem kom til greina sem íþróttamaður ársins fyrir árið 2014 á landsvísu.

Hafdís ásamt foreldrum sínum. Mynd: Guðjón Páll Sigurðsson
Hafdís ásamt foreldrum sínum. Mynd: Guðjón Páll Sigurðsson

Á vefnum Akureyri.net segir að Hafdís sé í Ólympíuhópi FRÍ 2016 og hafi gert atlögu að Íslandsmeti í 100 metra hlaupi og setti Íslandsmet í langstökki, bæði innan og utanhúss á árinu. Besti árangur hennar í langstökki á árinu var 6,72 metrar og er það vel yfir Ólympíulágmarki. Hafdís var í fararbroddi frjálsíþróttalandsliðsins sem keppti í 3. deild Evrópukeppninnar. Þar keppti hún í fimm greinum, var ýmist í fyrsta eða öðru sæti í þeim öllum og setti Íslandsmet í langstökki. Hún var stigahæst keppenda íslenska liðsins og hjálpaði verulega til við að koma liðinu upp um deild.

Hafdís, sem er Þingeyingur í húð og hár, var valin íþróttamaður HSÞ þrisvar sinnum áður en hún gekk í raðir UFA fyrir tveimur árum.

Því er við þetta að bæta að Hafdís bætti Íslandsmetið í langstökki innanhúss um sl. helgi.

Akureyri.net