Fyrsta og eina fundargerð starfshóps um mótvægisaðgerðir birt

0
36
Verðlaunahafar. Hlynur, Stephen, Ármann, Bjarni, Smári og Jón Aðalsteinn

Fyrsta og eina fundargerð starfshóps til undirbúnings mótvægisaðgerða vegna breytinga á starfsemi Þingeyjarskóla skólaárið 2015 – 2016 var birt á vef Þingeyjarsveitar síðdegis í dag. Í henni kemur ma. fram að Arnór Benónýsson hafi verið kjörinn formaður starfshópsins og Heiða Guðmundsdóttir ritari með tveimur atkvæðum gegn einu. Tillaga Ragnars Bjarnasonar um að hann verði gerður að formanni var felld.

Þingeyjarsveit stærra

Sérstaka athygli vekur þó 2. liður á dagskrá fundarins þar sem erindisbréf starfshópsins var lagt fyrir til samþykktar, en búið var að samþykkja erindisbréf starfshópsins á fundi sveitarstjórnar 15. janúar sl.

 

 

Erindisbréfið var samþykkt á fundinum með atkvæðum Arnórs og Heiðu, en Ragnar greiddi atkvæði gegn því. Í kjölfarið lýsir Arnór Benónýsson því yfir að með þessari afstöðu Ragnars til erindisbréfsins sé samstarfsgrundvöllur brostinn. Ragnar mótmælir því og bendir á að hann starfi eftir samþykktu erindisbréfi þó hann sé ekki samþykkur því.

Þá sleit Arnór fundinum og í framhaldinu var starfshópurinn leystur upp og liður 3 og 4. sem var á dagskrá fundarins, kom ekki til umræðu.

Sjá fundargerðina hér.