Stefnt að aukinni endurvinnslu og flokkun úrgangs

0
29
Bárðdælingar skemmtu sér vel í fyrra.

Starfshópur var skipaður af sveitarstjórn þann 7. ágúst s.l.  til að vinna að framtíðarskipulagi sorpmála í sveitarfélaginu og í framhaldinu skila tillögu til sveitarstjórnar. Starfshópinn skipa Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson og Ari Teitsson auk sveitarstjóra. Starfshópurinn hefur haldið sex fundi, þar af fjóra sameiginlega fundi með starfshópi Skútustaðahrepps sem vinnur einnig að framtíðarskipulagi sorpmála í sínu sveitarfélagi. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar þann 12. febrúar.

Ruslagámar
Ruslagámar

Tillaga starfshópsins er á þessa leið.

„Starfshópurinn leggur til að framtíð sorphirðu í sveitarfélaginu taki mið að aukinni endurvinnslu og flokkun úrgangs. Markmiðið verði að minnka urðun úrgangs með því að flokka og endurvinna og verða til fyrirmyndar í umhverfismálum.

 

Lagt er til að heimili verði tunnuvædd, opin gámasvæði í sveitarfélaginu verði lögð af og aðeins verði um lokuð/vöktuð gámaplön að ræða. Þá leggur starfshópurinn áherslu á mikilvægi þess að kynna breytingar og fyrirkomulag sorphirðu vel fyrir íbúum sveitarfélagsins en lykillinn að góðum árangri eru góðar upplýsingar til íbúa og samvinna.

Starfshópurinn leggur til við sveitarstjórn að taka núverandi samning við Gámaþjónustu norðurlands til endurskoðunar með það að markmiði að gera þróunarsamning til loka árs 2015 um sorphirðu og innleiðingu flokkunarkerfis með fyrrgreindu markmiði starfshópsins að leiðarljósi. Í lok árs 2015 verði staðan metin, hvort þróunarsamningur verði framlengdur um eitt ár. Stefnt verði á útboð á sorphirðu í framhaldinu.“

Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu starfshópsins og felur sveitarstjóra að vinna að framgangi málsins í samvinnu við sveitarstjóra Skútustaðahrepps.