Styrkir til björgunarstarfs

0
27
Þingeyskar Björgunarsveitir
Kiwanisklúbburinn Skjálfandi afhenti nýlega 5 styrki til björgunar- og hjálparsveita. Í tengslum við svæðisráðstefnu Kiwanis klúbbanna í Óðinssvæði um síðustu helgi boðaði Skjálfandi fulltrúa frá 5 björgunar- og hjálparsveitum í Þingeyjarsýslu. Þetta eru sveitir sem, ásamt fleirum, sýndu mikinn dugnað og æðruleysi síðustu vikur við hjálparstarf í þeim áföllum sem bændur ofl á Norðurlandi urðu fyrir í áhlaupinu í september.
Styrkhafar.
Mynd af vef Skjálfanda

Fulltrúar sveitanna settust niður með Kiwanis fólkinu, naut veitinga og veitti síðan viðtöku peningastyrk frá Skjálfanda. Sem lítinn þakklætisvott fyrir þeirra mikla starf við íbúa svæðisins.

 

Þetta eru Björgunarsveitin Þingey, Hjálparsveit skáta Reykjadal, Hjálparsveit skáta Aðaldal, Björgunarsveitin Stefán og Björgunarsveitin Garðar.

Sjá nánar hér