Ný fjárhús að Hallgilsstöðum.

0
211

Ný fjárhús voru tekin í notkun á bænum Hallgilsstöðum í Fnjóskadal fyrir stuttu.  Húsið er Belgískt stálgrindahús flutt inn af Hýsi í Mosfellsbæ, það var Norðurpóllinn í Reykjadal sem reisti húsið. Það viðraði ekki sérlega vel til húsbygginga um tíma vegna snjóa, en allt hafðist þetta með þolinmæði og þrautsegju. Fjárhúsið er 400 kinda hús eða 450 fm, sagði Ketill Tryggvason bóndi, hann er mjög ánægður með húsið, sem er mjög bjart og með góðri loftræstingu. Kindurnar standa á hálmi sem bætt er á, eftir þörfum, þannig að það er þurrt og hreint undir þeim. Sauðburður hefst fyrir alvöru um mánaðarmótin, en þó eru komin nokkur lömb núna, sem eru heimilifólki til ánægju og yndisauka. Fyrstu lömb þessa vors hljóta að vera sérstaklega velkomin á öllum bæjum eftir langan og strangan vetur. Allir bíða þó eftir hlýnandi veðri og vori.

Ketill Tryggvason bóndi.
Ánægðar kindur raða sér á garðann.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

bjart og vistlegt.
bjart og vistlegt.

 

 

 

 

 

 

 

skoppandi lömb.
skoppandi lömb.

 

 

 

 

 

 

 

þessi var bara að gefa gestinum auga.
þessi var bara að gefa gestinum auga.