Fræðsluþing fyrir starfsfólk í skólamötuneytum.

0
111

Laugardaginn 26. október var haldið fræðsluþing í Stórutjarnaskóla ætlað starfsfólki í leik, grunn og framhaldsskóla mötuneytum. Það var matráður Stórutjarnaskóla sem stóð fyrir Þinginu, skólinn lagði til húsnæði og búnað, og Stéttafélagið Framsýn styrkti framtakið. Það voru 24 starfsmenn mötuneyta sem  mættu í Skarðið kl. 11:00 á laugardagsmorgni, í þungbúnu en kyrru veðri og dáðust að fallegu útsýni yfir hólana, tjarnirnar og Ljósavatnið. Sú sem kom lengst að, lagði af stað frá Djúpavogi kl. 6:30 um morgunin.

Ákveðið var að stofna félag starfsfólks í skólamötuneytum, sem hefur það markmið að koma á samböndum, efla samvinnu, miðla upplýsingum og halda fræðslþing á hverju hausti. Allir sem starfa í skólamötuneytum á Íslandi geta orðið félagar, hvort sem skólinn er leikslóli, grunnskóli eða framhaldsskóli.

Tveir fyrirlesarar komu með fræðsluerindi, Borghildur Sigurbergsdóttir næringarráðgjafi talaði um næringu almennt, jákvæðni, og margt fleira, hún mælir með að allir taki lýsi yfir vetrarmánuðina, því það sé nánast ógerningur að ná D vítamíni eingöngu úr fæðunni. Borghildur á ættir að rekja í Stóruvelli í Bárðardal.

Borghildur Sigurbergsdóttir næringarráðgjafi.
Borghildur Sigurbergsdóttir næringarráðgjafi.

 

 

 

 

 

 

 

 

Anna Rósa Magnúsdóttir næringarrekstrarfræðingur og forstöðumaður eldhússins á FSA, hélt fyrirlestur um rekstur stóreldhúsa, samskipti við birgja og ábyrgð yfirmanna eldhúsa.

Anna Rósa Magnúsdóttir næringarrekstrarfræðingur
Anna Rósa Magnúsdóttir næringarrekstrarfræðingur

 

 

 

 

 

 

 

Sölumaður Ekrunnar Sigmar Benediktsson matreiðslumaður kynnti vörur sem Ekran selur og bauð viðstöddum uppá smakk og bauð svo uppá dýrindis súpu og brauð í hádeginu.

Sigmar Benediktsson frá Ekrunni
Sigmar Benediktsson frá Ekrunni

 

 

 

 

 

 

 

Sigurgeir Höskuldsson vöruþróunarstjóri og Magnús Sigurólason sölumaður, komu frá Norðlenska og kynntu nýjar framleiðsluvörur, sem eru þurrsteikar og eru salt og fituminni en áður var, og þar með hollari. Þeir buðu einnig uppá smakk á vörum sem eru framleiddar með skólamötuneyti í huga, skólahakkbuff, skólahakkbollur, spínatbuff og nýtt cordon bleu sem er svínakjöt með skinku og ostafyllingu.

kjkjfjjfkdjkjajlkjakjflkjaskja frá Norðlenska
Sigurgeir Höskuldsson frá Norðlenska

 

 

 

 

 

 

 

Mikil ánægja var með Þingið og var greinilegt á fólki að hafði þörf fyrir að hitta aðra í sama geira, hafði um margt að spyrja og spjalla, því það er alveg sama hver grunnmenntunin er, alltaf lærir fólk eitthvað nýtt. Þau sem þetta lesa og hafa áhuga á að vita meira um félagið geta sent fyrirspurn á heida@storutjarnaskoli.is