Um 641.is

641.is sérhæfir sig í fréttum úr Þingeyjarsveit, Reykjahverfi og Mývatnssveit.

641.is vefsíðan til gagns og gamans fyrir Þingeyinga nær og fjær. Drifkraftur hennar er áhugi og umhyggja fyrir heimabyggð okkar, Þingeyjarsýslu. Vinna við síðuna fer fram í tómstundum okkar og reynum við eftir fremsta megni að afla áhugaverðra frétta úr Þingeyjarsýslu. Við njótum dyggrar aðstoðar heimamanna sem eru okkur óþrjótandi frétta og upplýsingaauðlindir.

Um 1950 manns skoða 641.is daglega að meðaltali (Samkvæmt innbyggðu talningarkerfi síðunnar) 

Mesta skoðun síðunnar hingað til var dag nokkurn í nóvember 2013 þegar um rúmlega 17.000 manns fylgdust með 641.is.

Ritstjórnarstefna 641.is er eftirfarandi:

641.is hefur sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi í Þingeyjarsýslu, atvinnulífi, framkvæmdum og framförum í héraðinu. Einnig eflingu byggðar og öllu því sem gerir Þingeyjarsýslu sérstaka og jákvæða að lifa og starfa í eða heimsækja sem ferðamaður.

641.is berst fyrir sameiginlegum hagsmunum Þingeyinga og þolir illa að íbúar svæðisins fái ekki jafn góða þjónustu og aðrir landsmenn frá fyrirtækjum eða hinu opinbera í ýmsum málaflokkum.

641.is gerir þá kröfu til sveitarstjórnarmanna á svæðinu að þeir kappkosti að gera sitt besta í störfum sínum í þágu íbúanna af heilindum og áhuga.

Eignarhald.
641.is er að 51% hlut í eigu Skákfélagsins Goðans (kt: 620110-0510) og 49% hlut í eigu Hermanns Aðalsteinssonar (kt:100868-3269)


Ritstjóri og ábyrgðarmaður 641.is er Hermann Aðalsteinsson. Hann er bóndi að Lyngbrekku í Reykjadal. Hermann er einnig með heimasíðu skákfélagsins Goðans
Netfang: lyngbrekku@simnet.is

 


Aðalheiður Kjartansdóttir
 húsfreyja að Staðafelli í Kinn og yfirmatráðskona í Stórutjarnaskóla, er fréttaritari fyrir 641.is. Netfang: stadarfelli@simnet.is